Það væri skemmtilegt að nýta yfirbygginguna og svæðið í kringum torgið betur með því að hleypa t.d. matarvögnum eða öðrum minni aðilum að til að bjóða upp á mat og veitingar, það væri hægt að hafa einnig viðburði og stemningu á torginu ef það væri fleiri borð og bekkir og t.d. salerni. Eins mætti gera meira af tónleikum & slíku á torginu. Þetta getur líka virkað vel til að búa til stemningu á sumrin/jólin ofl. Torgið er orðið mjög sjabbí, gamall kofi og annað þarna inni sem er ekki til sóma.
Meira líf, meiri fjölbreytni, meira fjör.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation