Salavegur liggur í gegnum íbúðahverfi og er með 50 km hámarkshraða. Þar er mikil umferð og sem íbúi upplifir maður hana talsvert yfir hámarkshraða. Börn eiga oft leið yfir Salaveg á leið í og úr skóla og tómstundum og eru iðulega að leik við götuna. Æskilegt væri að hægja frekar á umferð um Salaveg til að auka umferðaröryggi, ekki endilega með hraðahindrunum, heldur t.d. með þrengingum með svipuðum hætti og gert er á Háaleitisbraut.
Mikil og hröð umferð er um Salaveg, sem liggur í gegnum íbúðahverfi þar sem mjög mikið er um börn. Þau þurfa mörg hver að þvera götuna oft á dag. Mikilvægt er að hægja á umferðinni, t.d. með þrengingum.
Það eru sérstaklega Dominos bílarnir sem keyra mjög hratt upp og niður Salaveg, þrengingar myndi hæga á þeim, og öðrum :)
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation